Engin plön hjá FIFA um að færa HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:30 Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk nóg af bikunum eftir HM í Frakklandi árið 2019. Getty/Jose Breton Alþjóða knattspyrnusambandið segir ekkert til í þeim orðrómi að FIFA sé að kanna möguleikann á því að færa næsta heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem á að fara fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira