Brotist inn hjá enskri landsliðskonu á meðan hún var að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 08:00 Georgia Stanway er liðsfélagi Glódísar Perlu, Karólínu Leu og Cecilíu Rán hjá Bayern München. AP/Alessandra Tarantino Þetta hefur verið vandamál hjá þekktustu fótboltakörlunum í Englandi en nú eru óprúttnir aðilar líka farnir að brjótast inn hjá ensku landsliðskonunum þegar þær eru að spila fyrir þjóð sína. Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira