Birgir Leifur, Ólafía Þórunn og nýi Evrópumeistarinn með í Einvíginu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 14:01 Perla Sól Sigurbrandsdóttir fór upp um 128 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki þegar listinn var uppfærður eftir að hún tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í flokki stúlkna 16 ára og yngri. Golf.is Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, fer fram í 26. sinn á mánudaginn. Mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., fer fram á frídegi verslunarmanna. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Einvígið hefst stundvíslega klukkan eitt á mánudaginn og verður fyrirkomulagið í Einvíginu þannig að fyrstu tvær holurnar í einvíginu verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það verður farið í hið hefðbundna “shoot-out” fyrir þá sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut. Það er sjóðastýringarfélagið STEFNIR sem er styrktaraðili Einvígisins á Nesinu í ár og mun í mótslok afhenda Einstökum börnum ávísun upp á eina milljón króna. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verða bæði með á mótinu en þar verður einnig Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem varð Evrópumeistari unglinga á dögunum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann Einvígið í fyrra og þá í annað skiptið á þremur árum. Hann er ekki með í ár ekki frekar en Haraldur Franklín Magnús sem vann það árið 2020. Þrír af keppendunum í ár hafa náð að vinna þetta árlega mót en það eru Aron Snær Júlíusson (2015), Birgir Leifur Hafþórsson (2010 og 2013) og Magnús Lárusson (2004, 2005, 2006). Aðeins tvær konur hafa náð að vinna Einvígið (Ólöf María Jónsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir) en það verður fróðlegt að sjá hvort Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir eða Ragnhildur Kristinsdóttir tekst að komast í þann hóp um þessa Verslunarmannahelgi. Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2022 Aron Snær Júlíusson Birgir Leifur Hafþórsson Bjarni Þór Lúðvíksson Guðrún Brá Björgvinsdóttir Gunnlaugur Árni Sveinsson Hlynur Bergsson Magnús Lárusson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Golf Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Einvígið hefst stundvíslega klukkan eitt á mánudaginn og verður fyrirkomulagið í Einvíginu þannig að fyrstu tvær holurnar í einvíginu verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það verður farið í hið hefðbundna “shoot-out” fyrir þá sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut. Það er sjóðastýringarfélagið STEFNIR sem er styrktaraðili Einvígisins á Nesinu í ár og mun í mótslok afhenda Einstökum börnum ávísun upp á eina milljón króna. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verða bæði með á mótinu en þar verður einnig Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem varð Evrópumeistari unglinga á dögunum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann Einvígið í fyrra og þá í annað skiptið á þremur árum. Hann er ekki með í ár ekki frekar en Haraldur Franklín Magnús sem vann það árið 2020. Þrír af keppendunum í ár hafa náð að vinna þetta árlega mót en það eru Aron Snær Júlíusson (2015), Birgir Leifur Hafþórsson (2010 og 2013) og Magnús Lárusson (2004, 2005, 2006). Aðeins tvær konur hafa náð að vinna Einvígið (Ólöf María Jónsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir) en það verður fróðlegt að sjá hvort Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir eða Ragnhildur Kristinsdóttir tekst að komast í þann hóp um þessa Verslunarmannahelgi. Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2022 Aron Snær Júlíusson Birgir Leifur Hafþórsson Bjarni Þór Lúðvíksson Guðrún Brá Björgvinsdóttir Gunnlaugur Árni Sveinsson Hlynur Bergsson Magnús Lárusson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir
Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2022 Aron Snær Júlíusson Birgir Leifur Hafþórsson Bjarni Þór Lúðvíksson Guðrún Brá Björgvinsdóttir Gunnlaugur Árni Sveinsson Hlynur Bergsson Magnús Lárusson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir
Golf Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti