Trump hæstánægður með LIV-mótaröðina og vini sína í Sádí-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 15:01 Donald Trump undir stýri á golfbíl á golfvelli sínum í New Jersey. getty/Cliff Hawkins Ekki eru allir par hrifnir af sádí-arabísku LIV-mótaröðinni í golfi. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er ekki í þeim hópi. Þriðja mót LIV-mótaraðarinnar fer fram á Trump National golfvellinum í New Jersey um helgina. Trump spilaði æfingahring á vellinum í gær og eftir hann lýsti hann yfir hrifningu sinni á LIV-mótaröðinni. „Ég hef þekkt þetta fólk í Sádí-Arabíu lengi. Þeir hafa verið vinir mínir í mörg ár og hafa fjárfest í mörgum bandarískum fyrirtækjum,“ sagði Trump. „Það sem þeir eru að gera fyrir golfið og kylfinga er svo frábært. Launin munu rjúka upp.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt LIV-mótaröðina eru fjölskyldur fólks sem lést í hryðjuverkunum 11. september 2001. Trump gerði lítið úr tengslum Sádí-Arabíu við 9/11. „Því miður hefur enginn hefur komist til botns í 9/11, eins og þeir hefðu átt að gera hvað varðar þessa brjálæðinga sem gerðu þessa hræðilegu hluti við borgina okkar, landið okkar og heiminn allan. Enginn hefur komist þangað,“ sagði Trump. „En ég get sagt ykkur að það er fullt af frábæru fólki þarna úti í dag og við ætlum að skemmta okkur vel og fagna. Miklir fjármunir fara í góðgerðarmál og þarna verða margir af bestu kylfingum heims.“ Mótið í New Jersey er það þriðja á LIV-mótaröðinni. Charl Schwartzel vann það fyrsta og Branden Grace annað. Þeir koma báðir frá Suður-Afríku. Golf LIV-mótaröðin Donald Trump Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þriðja mót LIV-mótaraðarinnar fer fram á Trump National golfvellinum í New Jersey um helgina. Trump spilaði æfingahring á vellinum í gær og eftir hann lýsti hann yfir hrifningu sinni á LIV-mótaröðinni. „Ég hef þekkt þetta fólk í Sádí-Arabíu lengi. Þeir hafa verið vinir mínir í mörg ár og hafa fjárfest í mörgum bandarískum fyrirtækjum,“ sagði Trump. „Það sem þeir eru að gera fyrir golfið og kylfinga er svo frábært. Launin munu rjúka upp.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt LIV-mótaröðina eru fjölskyldur fólks sem lést í hryðjuverkunum 11. september 2001. Trump gerði lítið úr tengslum Sádí-Arabíu við 9/11. „Því miður hefur enginn hefur komist til botns í 9/11, eins og þeir hefðu átt að gera hvað varðar þessa brjálæðinga sem gerðu þessa hræðilegu hluti við borgina okkar, landið okkar og heiminn allan. Enginn hefur komist þangað,“ sagði Trump. „En ég get sagt ykkur að það er fullt af frábæru fólki þarna úti í dag og við ætlum að skemmta okkur vel og fagna. Miklir fjármunir fara í góðgerðarmál og þarna verða margir af bestu kylfingum heims.“ Mótið í New Jersey er það þriðja á LIV-mótaröðinni. Charl Schwartzel vann það fyrsta og Branden Grace annað. Þeir koma báðir frá Suður-Afríku.
Golf LIV-mótaröðin Donald Trump Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira