Kemur Wiegman enskum loks til fyrirheitna landsins? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2022 09:00 Sarina Wiegman, sem ræðir hér við Leah Williamson, fyrirliða enska landsliðsins, getur orðið fyrst allra til að gera tvær þjóðir að Evrópumeisturum. getty/Alex Livesey Enskt A-landslið fær í dag möguleika á að vinna stórmót í fyrsta sinn síðan 1966. Þá var England á heimavelli líkt og nú. Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum. EM 2022 í Englandi Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira