Kemur Wiegman enskum loks til fyrirheitna landsins? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2022 09:00 Sarina Wiegman, sem ræðir hér við Leah Williamson, fyrirliða enska landsliðsins, getur orðið fyrst allra til að gera tvær þjóðir að Evrópumeisturum. getty/Alex Livesey Enskt A-landslið fær í dag möguleika á að vinna stórmót í fyrsta sinn síðan 1966. Þá var England á heimavelli líkt og nú. Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum. EM 2022 í Englandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira