Á Austurlandi að Glettingi er einnig gul viðvörun en gert er ráð fyrir norðvestan og vestanátt 10-15 metrum á sekúndu. Staðbundnar vindhviður geta farið upp í 30 metra á sekúndu.
Viðvaranirnar eru í gildi til klukkan 18 síðdegis.
Öllu mildara verður á Suðurlandi en í dag ert gert ráð fyrir vestlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu. Rigning með köflum á norðanverðu landinu en bjartvirði suðaustan til.
Lægja tekur á morgun með norðlægri átt, 3-8 metrum á sekúndu vestan og norðvestanlands. Allvíða rigning um norðanvert landið en skýjað eða léttskýjað sunnanlands. Hiti á bilinu fimm til fjórtán stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðlæg átt, 3-8 m/s en 8-13 m/s vestan og noðrvestanlands. Allvíða rigning um landið norðanvert og á skúrir á Austfjörðum en skýjað með köflum eða léttskýjað sunnantil. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 5-13 m/s, en heldur hvassara á annesjum austanlands. Talsverð rigning á norðan- og austanverðu landinu, en annars skýjað með köflum. Áfram svalt norðantil, en milt syðra.
Á fimmtudag: Minnkandi norðvestanátt og úrkomulítið. Léttir til víða um land og hlýnar lítið eitt.
Á föstudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með dálítilli vætu vestantil, en bjartviðri fyrir austan og hlýnandi veður. Hiti að 16 stigum norðaustantil.
Á laugardag: Gengur í sunnan 8-13 með rigningu vestanlands en hægari suðlæg átt og þurrviðri um landið norðan og austanvert. Hiti 12 til 17 stig yfir daginn.