Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 12:19 Bjarni Ingimarsson varðstjóri. Vísir Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála. Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála.
Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira