Fótbolti

Sveinn Aron öflugur í átta marka jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen. Twittersíða Elfsborg

Þónokkrir Íslendingar hafa komið við sögu í leikjum dagsins í sænsku úrvalsdeildinni. 

Elfsborg og Hacken settu upp í sýningu en um var að ræða Íslendingaslag þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen var í fremstu víglínu Elfsborg á meðan Valgeir Lunddal Friðriksson var á sínum stað í vörn Hacken.

Leiknum lauk með 4-4 jafntefli þar sem Sveinn Aron sýndi ansi flott tilþrif í tveimur mörkum Elfsborgar eins og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan.

Sveinn Aron skoraði eitt mark og lagði upp annað.

Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson léku allan leikinn fyrir Sirius sem mátti þola 0-1 tap fyrir Mjallby.

Í B-deildinni unnu lærisveinar Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte mikilvægan 0-1 sigur á Utsiktens en Örgryte er í harðri fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×