Skaut á stóru klúbbana í Englandi fyrir að vilja ekki hýsa leiki á EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 11:00 Alex Scott starfaði fyrir BBC í kringum Evrópumótið í Englandi. Getty/Alex Pantling Það voru aðeins fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem voru tilbúinn að taka við leikjum á EM kvenna í ár og hin sextán félögin fengu að heyra það frá Alex Scott eftir úrslitaleikinn. Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei. Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei.
Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira