Þýska blaðið Bild: Nýtt Wembley svindl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:01 Atvikið þegar Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins, bjargar marki á marklínunni. Getty/Robbie Jay Barratt 1966 vann karlalandslið Englands Þýskalands í úrslitaleik HM á Wembley. 2022 vann kvennalandslið Englands Þýskaland í úrslitaleik EM á Wembley. Þjóðverjum þykir á sér brotið í báðum þessum leikjum. Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan. EM 2022 í Englandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira