Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2022 09:16 Til stóð að Leslie Grace myndi leika Leðurblökustúlkuna. Twitter/Leslie Grace Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni. Hollywood Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni.
Hollywood Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein