Börn eiga ekki erindi að eldstöðvunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 20:30 Fólk er þegar farið að ganga upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Vísir/Eyþór Börn eiga ekki erindi upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Bæði vegna gasmengunar og erfiðrar gönguleiðar. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, en börn og fullorðnir með undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari gagnvart gasmengun. Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01