Spáir því að Man. United endi ofar í töflunni en Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 09:31 Cristiano Ronaldo fagnar marki fyrir Manchester United á móti Chelsea á síðasta tímabili. EPA-EFE/PETER POWELL Enska úrvalsdeildin hefst á ný á morgun þegar Crystal Palace fær Arsenal í heimsókn en hin liðin í deildinni hefja síðan leik á laugardag og sunnudag. Breska ríkisútvarpið, BBC, fékk sérfræðinga sína, til að spá fyrir um fjögur efstu sætin á komandi tímabili. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Englandsmeistarar Manchester City og bikarmeistarar Liverpool koma þar mjög vel út. Alls spá þrettán spekingar því að Manchester City vinni titilinn þriðja árið í röð en níu eru á því að Liverpool verði enskur meistari. Ekkert annað lið kemst í efsta sætið í spánni. Það sem vekur kannski mesta athygli er sá eini sem er ekki með bæði Manchester City og Liverpool í efstu tveimur sætunum. Hér má sjá hvernig séfræðingar BBC spá fyrir um lokastöðuna.BBC Sá heitir Robert Green og er fyrrum markvörður enska landsliðsins og fyrrum leikmaður Norwich City, West Ham United, Queens Park Rangers og Leeds United. Green spáir Manchester City vissulega meistaratitlinum en hann spáir síðan að Manchester United endi ofar en Liverpool. BBC tók síðan saman hjá öllum 22 sérfræðingunum þar sem gefin voru fjögur stig fyrir fyrsta sæti, þrjú stig fyrir annað sætið og svo framvegis. Samkvæmt því munu Manchester City vinna deildina eftir hörku keppni við Liverpool en Tottenham og Chelsea taka síðan síðustu tvö sætin inn í Meistaradeildina. Arsenal er síðan á undan Manchester United sem situr í sjötta sæti í þeirri samantekt. Það eru reyndar aðeins þrír sérfræðingar sem eru með Manchester United á topp fjögur en það eru auðvitað Green (2. sæti) en líka þeir Dion Dublin (4. sæti) og Nedum Onuoha (4. sæti). Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, fékk sérfræðinga sína, til að spá fyrir um fjögur efstu sætin á komandi tímabili. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Englandsmeistarar Manchester City og bikarmeistarar Liverpool koma þar mjög vel út. Alls spá þrettán spekingar því að Manchester City vinni titilinn þriðja árið í röð en níu eru á því að Liverpool verði enskur meistari. Ekkert annað lið kemst í efsta sætið í spánni. Það sem vekur kannski mesta athygli er sá eini sem er ekki með bæði Manchester City og Liverpool í efstu tveimur sætunum. Hér má sjá hvernig séfræðingar BBC spá fyrir um lokastöðuna.BBC Sá heitir Robert Green og er fyrrum markvörður enska landsliðsins og fyrrum leikmaður Norwich City, West Ham United, Queens Park Rangers og Leeds United. Green spáir Manchester City vissulega meistaratitlinum en hann spáir síðan að Manchester United endi ofar en Liverpool. BBC tók síðan saman hjá öllum 22 sérfræðingunum þar sem gefin voru fjögur stig fyrir fyrsta sæti, þrjú stig fyrir annað sætið og svo framvegis. Samkvæmt því munu Manchester City vinna deildina eftir hörku keppni við Liverpool en Tottenham og Chelsea taka síðan síðustu tvö sætin inn í Meistaradeildina. Arsenal er síðan á undan Manchester United sem situr í sjötta sæti í þeirri samantekt. Það eru reyndar aðeins þrír sérfræðingar sem eru með Manchester United á topp fjögur en það eru auðvitað Green (2. sæti) en líka þeir Dion Dublin (4. sæti) og Nedum Onuoha (4. sæti).
Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira