Veitingamenn á Suðurnesjum hugsa sér gott til glóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 4. ágúst 2022 14:39 Veitingamaðurinn Jóhann Issi hefur fullan hug á því að koma upp söluvagni á gosslóð. En það vantar starfsfólk. Með honum á myndinni er Eyjólfur Emil Jóhannsson. Jóhann Issi Hallgrímsson veitingamaður er nú að skoða hvort ekki megi koma upp veitingavagni á gosslóð til að þjónusta þær þúsundir sem ekki hlýða Víði og vilja skoða gosið. En skortur á starfsfólki setur strik í reikninginn. „Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
„Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is
Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38