Veitingamenn á Suðurnesjum hugsa sér gott til glóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 4. ágúst 2022 14:39 Veitingamaðurinn Jóhann Issi hefur fullan hug á því að koma upp söluvagni á gosslóð. En það vantar starfsfólk. Með honum á myndinni er Eyjólfur Emil Jóhannsson. Jóhann Issi Hallgrímsson veitingamaður er nú að skoða hvort ekki megi koma upp veitingavagni á gosslóð til að þjónusta þær þúsundir sem ekki hlýða Víði og vilja skoða gosið. En skortur á starfsfólki setur strik í reikninginn. „Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is
Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent