Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 10:51 Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Vísir/Getty Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás.
Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11