Heyrir sama munnsöfnuð núna og hann fékk fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 5. ágúst 2022 21:46 Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson segir að sjaldan hafi verið jafn mikilvægt að tala gegn hatri. Vísir/Vilhelm Gleðiganga Hinsegin daga er gengin á morgun og eru margir í óðaönn við að klára undirbúninginn fyrir stóra daginn. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur að venju í stórræðum á þessum tíma. Í ár er þemað tónleikar á hjólum. „Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03