„Í dag er stóri dagurinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2022 11:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hin sívinsæla Gleðiganga fer fram í dag á lokadegi Hinsegin daga. Fjölbreytt dagskrá hefur verið víðsvegar um borgina alla vikuna en hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Bryggjunni steikhús þar sem stjórnin mun troða upp. Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga. Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga.
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira