Hverarúgbrauð og brauðsúpa í símaklefa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 09:02 Dísa að athuga með rúgbrauðið sitt í einum af hverunum í Reykhólum en það tekur sólarhring að baka brauðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverarúgbrauð, taupokar, brauðsúpa og símaklefi, hvað ætli það eigi sameiginlegt? Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira