Hverarúgbrauð og brauðsúpa í símaklefa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 09:02 Dísa að athuga með rúgbrauðið sitt í einum af hverunum í Reykhólum en það tekur sólarhring að baka brauðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverarúgbrauð, taupokar, brauðsúpa og símaklefi, hvað ætli það eigi sameiginlegt? Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira