Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 12:30 Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu upp að gosstöðvum í morgun. Vísir/Vilhelm Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12
Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07
Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32