Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 20:04 Handverkskonurnar Sara Guðfinna Jakobsdóttir (t.h.) og Bryndís Ólafsdóttir, sem standa oft og iðulega vaktina í Salhússmarkaðnum tilbúnar að taka á móti gestum með brosi á vör. Magnús Hlynur Hreiðarsson Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins
Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira