Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 20:04 Handverkskonurnar Sara Guðfinna Jakobsdóttir (t.h.) og Bryndís Ólafsdóttir, sem standa oft og iðulega vaktina í Salhússmarkaðnum tilbúnar að taka á móti gestum með brosi á vör. Magnús Hlynur Hreiðarsson Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins
Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira