Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 19:01 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Egill Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53