Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 11:37 Steinar Þór Kristinsson er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar í Grindavík. Arnar Halldórsson Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45