Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 12:46 Framhaldsskólar hefjast innan nokkurra vikna og Menntamálastofnun hefur birt gögn um umsóknir í einstaka skóla. Vísir/Hanna Andrésdóttir Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17