Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 12:22 Frá undirritun lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ „Það er leitt að Drífa Snædal hafi notað tækifærið, um leið og hún tilkynnti tímabæra afsögn sína, til að hnýta með ómálefnalegum hætti í mig og stjórn Eflingar. Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ svona hefst harðorð færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur á Facebook þar sem hún bregst við afsögn Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ. Ekki náðist í Sólveigu Önnu í morgun þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar við afsögn Drífu. Þær hafa eldað grátt silfur saman, Sólveig og Drífa og tókust þær meðal annars á um hópuppsagnir Eflingar í vor. Í yfirlýsingu segist Drífa hafa verið knúin til að gagnrýna þær uppsagnir og segir Sólveigu hafa sett sig í stöðu sem hún hafi aldrei ætlað sér. Kosið sig inn í blokk Gylfa Arnbjörnssonar Í yfirlýsingunni segir Drífa þá blokkamyndun sem hafi átt sér stað, hafa gert sér það ókleift að starfa áfram sem forseti ASÍ, en þar vísar Drífa til samstarfs Sólveigar og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR meðal annars, en samskiptin við þau urðu Drífu undir lok óbærileg. Sólveig brást við þessum yfirlýsingum í færslunni: „Staðreyndin er sú að Drífa kaus sjálf að loka sig inni í blokk með nánasta samstarfsfólki forvera síns, Gylfa Arnbjörnsonar, og þeirri stétt sérfræðinga og efri millistéttarfólks sem ræður ríkjum í stofnunum ríkisvaldsins á Íslandi og einnig á skrifstofum Alþýðusambandsins. Uppruni, bakland og stuðningshópar Drífu voru í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar, hjá fólki eins og Halldóru Sveinsdóttur formanni Bárunnar. Drífa gat aldrei stutt við það umbreytingaverkefni og endurnýjun sem ég, Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson höfum leitt með stuðningi mikils fjölda félagsfólks í okkar félögum um land allt. Það er staðreynd.“ Hér má lesa yfirlýsingu Sólveigar í heild sinni. Ekki viljað taka slaginn Sólveig sakar Drífu jafnframt um að hafa ekki viljað taka slaginn í ýmsum málefnum. „Drífa Snædal vildi semja við ríkisstjórnina og SA um að hafa af verka- og láglaunafólki umsamdar launahækkanir í kórónaveirukreppunni. Og það hefði orðið raunin ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Eflingar. Drífa vildi heldur ekki "taka slaginn" þegar Icelandair braut lög um stéttarfélög og vinnudeilur til að nauðbeygja flugfreyjur í miðri kjaradeilu - hún stöðvaði málssókn fyrir Félagsdómi og undirritaði þess í stað skammarlega hvítþvottaryfirlýsingu. Drífa tók heldur ekki slaginn um viðurlög gegn launaþjófnaði, heldur reyndi í tvígang að bera á borð fyrir aðildarfélög ASÍ handónýta lagasetningu þar sem staða fórnarlamba launaþjófnaðar hefði orðið verri en hún er nú.“ Þá segir Sólveig Drífu hafa skort baráttuanda og segir vinnubrögð hennar hafa verið andlýðræðisleg og vakið undrun langt út fyrir raðir VR og Eflingar. „Leiðtogar eiga að hlusta á vilja þeirra sem þeir eiga umboð sitt undir. Það hefði Drífa Snædal getað gert á fyrri stigum en kaus að gera ekki,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það er leitt að Drífa Snædal hafi notað tækifærið, um leið og hún tilkynnti tímabæra afsögn sína, til að hnýta með ómálefnalegum hætti í mig og stjórn Eflingar. Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ svona hefst harðorð færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur á Facebook þar sem hún bregst við afsögn Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ. Ekki náðist í Sólveigu Önnu í morgun þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar við afsögn Drífu. Þær hafa eldað grátt silfur saman, Sólveig og Drífa og tókust þær meðal annars á um hópuppsagnir Eflingar í vor. Í yfirlýsingu segist Drífa hafa verið knúin til að gagnrýna þær uppsagnir og segir Sólveigu hafa sett sig í stöðu sem hún hafi aldrei ætlað sér. Kosið sig inn í blokk Gylfa Arnbjörnssonar Í yfirlýsingunni segir Drífa þá blokkamyndun sem hafi átt sér stað, hafa gert sér það ókleift að starfa áfram sem forseti ASÍ, en þar vísar Drífa til samstarfs Sólveigar og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR meðal annars, en samskiptin við þau urðu Drífu undir lok óbærileg. Sólveig brást við þessum yfirlýsingum í færslunni: „Staðreyndin er sú að Drífa kaus sjálf að loka sig inni í blokk með nánasta samstarfsfólki forvera síns, Gylfa Arnbjörnsonar, og þeirri stétt sérfræðinga og efri millistéttarfólks sem ræður ríkjum í stofnunum ríkisvaldsins á Íslandi og einnig á skrifstofum Alþýðusambandsins. Uppruni, bakland og stuðningshópar Drífu voru í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar, hjá fólki eins og Halldóru Sveinsdóttur formanni Bárunnar. Drífa gat aldrei stutt við það umbreytingaverkefni og endurnýjun sem ég, Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson höfum leitt með stuðningi mikils fjölda félagsfólks í okkar félögum um land allt. Það er staðreynd.“ Hér má lesa yfirlýsingu Sólveigar í heild sinni. Ekki viljað taka slaginn Sólveig sakar Drífu jafnframt um að hafa ekki viljað taka slaginn í ýmsum málefnum. „Drífa Snædal vildi semja við ríkisstjórnina og SA um að hafa af verka- og láglaunafólki umsamdar launahækkanir í kórónaveirukreppunni. Og það hefði orðið raunin ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Eflingar. Drífa vildi heldur ekki "taka slaginn" þegar Icelandair braut lög um stéttarfélög og vinnudeilur til að nauðbeygja flugfreyjur í miðri kjaradeilu - hún stöðvaði málssókn fyrir Félagsdómi og undirritaði þess í stað skammarlega hvítþvottaryfirlýsingu. Drífa tók heldur ekki slaginn um viðurlög gegn launaþjófnaði, heldur reyndi í tvígang að bera á borð fyrir aðildarfélög ASÍ handónýta lagasetningu þar sem staða fórnarlamba launaþjófnaðar hefði orðið verri en hún er nú.“ Þá segir Sólveig Drífu hafa skort baráttuanda og segir vinnubrögð hennar hafa verið andlýðræðisleg og vakið undrun langt út fyrir raðir VR og Eflingar. „Leiðtogar eiga að hlusta á vilja þeirra sem þeir eiga umboð sitt undir. Það hefði Drífa Snædal getað gert á fyrri stigum en kaus að gera ekki,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23
Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54