Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 14:01 Stjörnukonur náðu í stig gegn Blikum undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira
Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira