Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 14:59 Hildur Björnsdóttir hefur látið leikskólamálin sig mikið varða í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. „Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira