Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 16:26 Drífa Snædal var forseti Alþýðusambands Íslands í fjögur ár. Vísir/Egill Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. Drífa starfaði með flestum formönnunum í tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. „Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands Íslands mjög vel eftir og verið hreyfingunni til sóma á allan hátt. Hún er ósérhlífin, vinnusöm og með ótrúlegum styrk hefur hún átt stóran þátt í brjóta ýmsa múra sem hefur skilað sér meðal annars í bættum lífskjörum, einkum þeirra sem minnst hafa, auknu jafnrétti og betra samfélagi,“ segir í yfirlýsingunni. Enginn eigi að upplifa aðstæður Drífu Formennirnir segjast jafnframt harma þær aðstæður sem urðu til þess að Drífa sá sig knúna til afsagnar. Hún sagði í gær að samskipti við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. „Það á enginn að þurfa að upplifa sig við þannig aðstæður á sínum vinnustað. Verkalýðshreyfingin á að vera fyrirmyndarvinnustaður og verður að koma í veg fyrir að starfsfólk hennar upplifi sig eins og Drífa gerði,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Arnar G. Hjaltalín, Björn Snæbjörnsson, Eyþór Þ. Árnason, Finnbogi Sveinbjörnsson, Guðmundur Finnbogason, Guðrún Elín Pálsdóttir, Halldóra S. Sveinsdóttir, Hrund Karlsdóttir, Magnús S. Magnússon, Vignir S. Maríasson og Þórarinn Sverrisson. Stéttarfélög ASÍ Kjaramál Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Drífa starfaði með flestum formönnunum í tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. „Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands Íslands mjög vel eftir og verið hreyfingunni til sóma á allan hátt. Hún er ósérhlífin, vinnusöm og með ótrúlegum styrk hefur hún átt stóran þátt í brjóta ýmsa múra sem hefur skilað sér meðal annars í bættum lífskjörum, einkum þeirra sem minnst hafa, auknu jafnrétti og betra samfélagi,“ segir í yfirlýsingunni. Enginn eigi að upplifa aðstæður Drífu Formennirnir segjast jafnframt harma þær aðstæður sem urðu til þess að Drífa sá sig knúna til afsagnar. Hún sagði í gær að samskipti við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. „Það á enginn að þurfa að upplifa sig við þannig aðstæður á sínum vinnustað. Verkalýðshreyfingin á að vera fyrirmyndarvinnustaður og verður að koma í veg fyrir að starfsfólk hennar upplifi sig eins og Drífa gerði,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Arnar G. Hjaltalín, Björn Snæbjörnsson, Eyþór Þ. Árnason, Finnbogi Sveinbjörnsson, Guðmundur Finnbogason, Guðrún Elín Pálsdóttir, Halldóra S. Sveinsdóttir, Hrund Karlsdóttir, Magnús S. Magnússon, Vignir S. Maríasson og Þórarinn Sverrisson.
Stéttarfélög ASÍ Kjaramál Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54