Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 10:14 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir er formaður Bárunnar, stéttarfélags. ASÍ Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar. Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að seta Drífu í stóli forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið merkur og stór áfangi þar sem hún hafi verið fyrsta konan í embættinu í rúmlega hundrað ára sögu ASÍ. „Drífa Snædal hefur staðið sig með sóma í öllum þeim verkefnum og áskorunum sem verkalýðshreyfingin hefur staðið frammi fyrir. Hún stóð vörð um kjarasamninga og lífeyrisréttindi launafólks á tímum heimsfaraldar. Drífa hefur verið í forsvari gegn undirboðum á vinnumarkaði og sýnt mikinn kjark í að verja mannréttindi og kjarasamninga launamanna,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að stjórn Bárunnar finnist vægast sagt ömurlegt að fylgjast með þeim forystumönnum sem komu fram í fjölmiðlum og fögnuðu þeim sorgardegi þegar Drífa sagði af sér með ósmekklegum athugasemdum á hennar störf sem eigi sér enga stoð. Fram hafi komið að ástæða afsagnar Drífu hafi verið aðallega rætnar persónuárásir og einræðistilburðir sem hafi reynt verulega á hana í starfi. Armurinn orðinn að bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi Í yfirlýsingunni segir að Drífa hafi lagt mikla orku í að miðla málum til að fanga sem flest sjónarmið. Hún hafi mótmælt uppsögnum starfsfólks Eflingar, sem hafi vegið að grunngildum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan ekkert hafi heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni. Nú sé frekari hreinsunum hótað innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þessi svokallaði armur hefur í gegnum tíðina gagnrýnt svokallað bákn verkalýðshreyfingarinnar sem að þeirra mati hefur ekki talað fyrir hönd láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Nú er komin sú staða að þessir sömu aðilar eru orðnir að stóru valdamiklu bákni með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til arms Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Stjórn Bárunnar lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af því að ofbeldismenning nái yfir í hreyfingunni sem stefni í að vera ólýðræðisleg og óaðlaðandi. Vilhjálmur tali ekki fyrir Báruna „Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands fór mikinn í viðtali á Bylgjunni þar sem hann sendi fráfarandi forseta vægast sagt kaldar kveðjur og tilnefndi forsetaefni. Stjórn Bárunnar, stéttarfélagsins vill koma því á framfæri að Vilhjálmur Birgisson var ekki að tala fyrir hönd félagsins og er ekki talsmaður félagsins sem er eitt af félögum innan SGS,“ segir í yfirlýsingu. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið haldinn fundur formanna innan SGS þar sem samþykktar hafa verið fordæmalausar árásir á fráfarandi forseta ASÍ og tilnefningar á verðandi forseta ASÍ í nafni Starfsgreinasambandsins. „Báran, stéttarfélag hafnar öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar sem á að sýna gott fordæmi. Rúmlega 100 ára saga Así einkennist af baráttu og sigrum launafólks. Stöndum vörð um að halda þeirri vegferð áfram,“ segir í lok yfirlýsingar.
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent