Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 10:52 Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, er nú að moka út bókum til erlendra ferðamanna. Bækur um eldgos renna út sem heitar lummur og þá höfða bækur Hugleiks til ferðamannanna. vísir/vilhelm Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna. Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna.
Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira