Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 21:25 Rushdie er nú í aðgerð. EPA/Rafal Guz Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022 Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03
Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20