Næðisskikkjur og lekalausir pokar fyrir göngufólk í spreng Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2022 22:01 Mikilvægt er að göngufólk átti sig á því að eldgosið er í óbyggðum og ekki hægt að komast á klósett þar. Vísir/Vilhelm Viðbúið er að fjöldi fólks leggi leið sína að gosstöðvunum í Meradölum um helgina, enda búið að bæta gönguleiðir og auka aðgengi að gosinu. Það eru þó ákveðnir hlutir sem einhverjir hafa áhyggjur af. Það eru klósettmálin. Þó búið sé að bæta aðgengi að gosinu til muna, með því að stika og þétta gönguleiðina, er ekki þar með sagt að um sé að ræða þægilegan sunnudagsgöngutúr. Atriði sem margir ferðamenn virðast hafa áhyggjur af eru klósettmál. Eðli málsins samkvæmt er engin salernisaðstaða í næsta nágrenni við eldgosið, og því vaknar hjá sumum spurningin, hvar á ég að sinna þörfum mínum? Umræða um nákvæmlega þetta kviknaði í rúmlega áttatíu þúsund manna Facebook-hópi um ferðamennsku á Íslandi, mögulegar lausnir voru nokkuð fjölbreyttar. Einhverjir bentu á að einfaldast væri að finna sér afvikinn stað og láta einfaldlega vaða, en aðrir vilja vera undirbúnir, til að mynda með því að hafa með sér ferðaklósett. Þannig benti einn ferðamaður á þar til gerða poka, loftþétta og lekalausa, sem hægt væri að notast við ef náttúran kallaði. Annar benti á sérstaka næðisskikkju, sem gæti nýst allra spéhræddustu göngumönnum við að gera þarfir sínar. Notagildi hennar í slagviðri og rigningu liggur þó ekki fyrir. Næðisskikkjan gæti verið fastur gestur í bakpokum göngugarpa í framtíðinni. Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður í Þorbirni í Grindavík, segir í samtali við fréttastofu að einhverjir ferðamenn hafi kvartað yfir þessu við sjálfboðaliða á svæðinu. „Hversu langt á alltaf að hlaupa með klósett á eftir fólki? Þú ert að fara út í óbyggðir, þú verður að gera ráð fyrir að þú komist ekki í klósett alveg hvar sem er,“ segir Steinar. „Við höfum svo sem heyrt af því en þetta er kannski ekki okkar hlutverk, að skaffa klósetti út um allar koppagrundir. En jújú, þetta hefur verið vandamál og fólk hefur verið að vandræðast með þetta.“ Á morgun er von á ágætisveðri og því líklegt að fjöldi fólks muni ganga í átt að gosinu þá og á sunnudaginn. Hann segir björgunarsveitarfólk vera tilbúið í hvað sem er en verkefnin hafa verið þónokkur síðan gosið hófst. Björgunarsveitarmenn að störfum við eldgosið í Meradölum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið aðeins um að fólk sé að detta og aðeins að tjóna sig. Síðan er búið að vera eitthvað í dag skilst mér, það er fínasta veður og góðar aðstæður, fólk er að örmagnast. Endilega takið það til greina að þetta er ferðalag út í óbyggðir,“ segir Steinar. Alveg sama þótt veðrið sé gott, þá verður fólk að búa sig vel? „Þetta er jafnlangt,“ segir Steinar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37 Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22 Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Þó búið sé að bæta aðgengi að gosinu til muna, með því að stika og þétta gönguleiðina, er ekki þar með sagt að um sé að ræða þægilegan sunnudagsgöngutúr. Atriði sem margir ferðamenn virðast hafa áhyggjur af eru klósettmál. Eðli málsins samkvæmt er engin salernisaðstaða í næsta nágrenni við eldgosið, og því vaknar hjá sumum spurningin, hvar á ég að sinna þörfum mínum? Umræða um nákvæmlega þetta kviknaði í rúmlega áttatíu þúsund manna Facebook-hópi um ferðamennsku á Íslandi, mögulegar lausnir voru nokkuð fjölbreyttar. Einhverjir bentu á að einfaldast væri að finna sér afvikinn stað og láta einfaldlega vaða, en aðrir vilja vera undirbúnir, til að mynda með því að hafa með sér ferðaklósett. Þannig benti einn ferðamaður á þar til gerða poka, loftþétta og lekalausa, sem hægt væri að notast við ef náttúran kallaði. Annar benti á sérstaka næðisskikkju, sem gæti nýst allra spéhræddustu göngumönnum við að gera þarfir sínar. Notagildi hennar í slagviðri og rigningu liggur þó ekki fyrir. Næðisskikkjan gæti verið fastur gestur í bakpokum göngugarpa í framtíðinni. Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður í Þorbirni í Grindavík, segir í samtali við fréttastofu að einhverjir ferðamenn hafi kvartað yfir þessu við sjálfboðaliða á svæðinu. „Hversu langt á alltaf að hlaupa með klósett á eftir fólki? Þú ert að fara út í óbyggðir, þú verður að gera ráð fyrir að þú komist ekki í klósett alveg hvar sem er,“ segir Steinar. „Við höfum svo sem heyrt af því en þetta er kannski ekki okkar hlutverk, að skaffa klósetti út um allar koppagrundir. En jújú, þetta hefur verið vandamál og fólk hefur verið að vandræðast með þetta.“ Á morgun er von á ágætisveðri og því líklegt að fjöldi fólks muni ganga í átt að gosinu þá og á sunnudaginn. Hann segir björgunarsveitarfólk vera tilbúið í hvað sem er en verkefnin hafa verið þónokkur síðan gosið hófst. Björgunarsveitarmenn að störfum við eldgosið í Meradölum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið aðeins um að fólk sé að detta og aðeins að tjóna sig. Síðan er búið að vera eitthvað í dag skilst mér, það er fínasta veður og góðar aðstæður, fólk er að örmagnast. Endilega takið það til greina að þetta er ferðalag út í óbyggðir,“ segir Steinar. Alveg sama þótt veðrið sé gott, þá verður fólk að búa sig vel? „Þetta er jafnlangt,“ segir Steinar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37 Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22 Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37
Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22
Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36