Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 22:14 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. Segja má að átök innan verkalýðshreyfingarinnar hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands á dögunum. Ástæðuna sagði hún vera að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins, vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Formaður Bandalags háskólamanna, sem eru þó ekki undir hatti ASÍ, segir mikilvægt að taktur komist í starfsemi sambandsins fyrir kjaraviðræður í haust. „Maður horfir á þetta yfir götuna og óneitanlega hefur maður áhyggjur af því þegar innri átök eru jafn áberandi og taka jafn mikið pláss. Bara það að við séum að ræða það hér sýnir að þetta er full plássfrekt,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. Miklu máli skipti hvað gerist innan sambandsins, enda stærstu samtök fólks á launamarkaði. „Við sjáum það mjög vel í lífskjarasamingunum núna síðast, það sem var ákveðið þar hafði áhrif á okkur öll hin.“ Mögulega óhefðbundnar lausnir Kjaraviðræður á almennum markaði muni til að mynda hafa áhrif á áframhaldið hjá BHM, en samningar BHM gilda út mars á næsta ári. Samningar á almennum markaði renna út í lok október. Miklu máli skipti að samningar náist í haust. „Takist það ekki, þá verðum við að horfa til mögulega annarra lausna og annarra leiða.“ Þær lausnir gætu þurft að vera óhefðbundnar. „Ef við erum komin fram í nóvember og fram að jólum og þeim er ekki að takast að leysa verkefnið, þá verður að stíga inn í það með einhverjum hætti. Til dæmis verður opinberi markaðurinn kannski bara að taka ákveðna forystu. Það gæti verið ein leið.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Segja má að átök innan verkalýðshreyfingarinnar hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands á dögunum. Ástæðuna sagði hún vera að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins, vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Formaður Bandalags háskólamanna, sem eru þó ekki undir hatti ASÍ, segir mikilvægt að taktur komist í starfsemi sambandsins fyrir kjaraviðræður í haust. „Maður horfir á þetta yfir götuna og óneitanlega hefur maður áhyggjur af því þegar innri átök eru jafn áberandi og taka jafn mikið pláss. Bara það að við séum að ræða það hér sýnir að þetta er full plássfrekt,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. Miklu máli skipti hvað gerist innan sambandsins, enda stærstu samtök fólks á launamarkaði. „Við sjáum það mjög vel í lífskjarasamingunum núna síðast, það sem var ákveðið þar hafði áhrif á okkur öll hin.“ Mögulega óhefðbundnar lausnir Kjaraviðræður á almennum markaði muni til að mynda hafa áhrif á áframhaldið hjá BHM, en samningar BHM gilda út mars á næsta ári. Samningar á almennum markaði renna út í lok október. Miklu máli skipti að samningar náist í haust. „Takist það ekki, þá verðum við að horfa til mögulega annarra lausna og annarra leiða.“ Þær lausnir gætu þurft að vera óhefðbundnar. „Ef við erum komin fram í nóvember og fram að jólum og þeim er ekki að takast að leysa verkefnið, þá verður að stíga inn í það með einhverjum hætti. Til dæmis verður opinberi markaðurinn kannski bara að taka ákveðna forystu. Það gæti verið ein leið.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23