Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:37 Yfirvöld í Íran segjast enga ábyrgð bera á banatilræðinu gegn Rushdie. Myndin er af æðsta leiðtoga Íran, Ali Khamenei. Getty/Íranska leiðtogaembættið Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48
„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25