Hugrakkur Evrópumeistari söng „Sweet Caroline“ hátt og skýrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Georgia Stanway fagnar sigurmarki sínu á móti Spáni í átta liða úrslitum EM í Englandi. EPA-EFE/Vince Mignott Íslendingarnir í Bayern München þekkja vel vígsluathöfnina sem allir leikmenn liðsins þurfa að ganga í gegnum. Þær hafa þó sjaldan séð aðra eins kyndingu eins og hjá hinni ensku Georgiu Stanway á dögunum. Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira
Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira