Ólafur, sem er með cand. oecon. próf frá viðskiptadeild Háskóla Íslands og MA-gráðu í þjóðhagfræði frá York University í Toronto, var áður skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
Embætti hagstofastjóra var auglýst laust til umsóknar um nýliðna helgi en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun skipa í embættið frá 1. nóvember næstkomandi. Skipuð verður þriggja hæfisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra.
Hagstofa Íslands er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hagstofan er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál.
Núverandi staðgengli hagstofustjóra, Elsu Björk Knútsdóttur, hefur verið falið að sinna starfsskyldum hagstofustjóra til 1. nóvember 2022.