Alþjóða fimleikasambandið hefur nú staðfest þetta og munu þær Thelma og Hildur Maja því fara til Liverpool og keppa þar á HM í lok nóvember.
Þær unnu sig inn á HM með frammistöðu sinni í fjölþraut á EM en þar endaði Thelma í 42. sæti með 47,432 stig og Hildur Maja í 63. sæti með 44,398 stig.
Eftir breytingar á því hvernig þátttökuréttur fæst á HM er það þannig að þrettán efstu liðin á EM komast á HM og svo aðeins 24 efstu keppendur í fjölþraut sem ekki keppa fyrir þau lið. Thelma átti áttunda besta árangurinn í þeim hópi og Hildur Maja 23. besta árangurinn.