Fótbolti

Valgeir og félagar á toppinn í Svíþjóð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valgeir Lunddal (lengst til hægri) og félagar eru komnir á topp sænsku úrvalsdeildarinnar.
Valgeir Lunddal (lengst til hægri) og félagar eru komnir á topp sænsku úrvalsdeildarinnar. @bkhackenofcl

Häcken, lið Valgeirs Lunddal Friðrikssonar, fór á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1-0 sigri á Mjällby í kvöld.

Valgeir sat allan leikinn á varamannabekk Häcken í naumum sigri liðsins í kvöld. Daninn Mikkel Rygaard skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu og tryggði 1-0 sigurinn.

Með sigrinum fer Häcken upp fyrir Djurgården á topp sænsku deildarinnar. Häcken er með 38 stig en Djurgården 37 stig. Þar fyrir neðan er lið Hammarby með 36 stig sem vann einnig í kvöld.

Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahópi Hammarby er það vann 1-0 útisigur á Gautaborg. Gambíumaðurinn Bubacarr Trawally skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.

Adam Ingi Benediktsson var allan tímann á varamannabekk Gautaborgar sem er með 30 stig í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×