Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, eru iðgjöld bifreiðatrygginga óeðilega há á Íslandi vegna fákeppni. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að ábyrgðar- og kaskótryggingar væru um það bil fimm sinnum dýrari hérlendis en í Svíþjóð og á Bretlandseyjum.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segist gera ráð fyrir að úttektin muni kosta á bilinu 12 til 15 milljónir króna en bindur vonir við að verkið verði fjármagnað af ríkinu og verkalýðsfélögunum.