Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. ágúst 2022 11:58 Varðskipin Týr og Ægir við höfn við Skarfabakka í morgun. Vísir/Egill Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“ Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48