Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. ágúst 2022 14:31 Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. Smærri flokkar fá opinbera styrki í takt við atkvæðamagn í kosningum. Öfugt við það sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram í viðtali við Vísi, þar sem hann lýsir íslenska kerfinu sem annarlegu og skrítnu. Víða er framlaginu deilt út þannig að fyrst fá allir jafnt en síðan er úthlutað út frá atkvæðamagni. Þá fá litlir flokkar hlutfallslega meira en stærri. Það er í anda lýðræðis. Í Noregi fá t.d. dagblöð nr. 2 á hverjum markaði og þar undir styrki, en ekki stærstu blöðin (eins og hér er raunin). Einu dæmin innan ESB/EES um að aðeins stjórnmálahreyfingar á þingi fái styrki eru á Spáni (þar sem Sósíalistar hefðu fengi þingmenn fyrir 4,1% atkvæða. Þröskuldur til úthlutunar þingsæta er 3% á Spáni en 5% á Íslandi), Belgíu (þar hefði Sósíalistaflokkurinn líka fengið mann kjörinn, stærsta kjördæmið er með 24 þingmenn og í Belgíu er 5% þröskuldur innan kjördæma. Sósíalistar fengu 5,6% í Reykjavík norður) og Eistlandi (þar sem enginn flokkur fær þingmann né styrk sem ekki nær 5% á landsvísu). Í öllum öðrum löndum, 27 af 30, eru styrkir veittir flokkum eftir atkvæðum en ekki þingmönnum (þingflokkar fá aukalega styrki víða eins og á Íslandi, þar sem þingflokkar fá t.d. 25 aðstoðarmenn og rekstrarkostnað greiddan). Þar sem eru mörk varðandi atkvæðamagn eru þau langt undir 4,1% fylgi Sósíalista. Meira að segja í hálfgerðu alræði Ungverjalands er miðað við 1% og 3% í vaxandi eins-flokksræði Póllands. Hugrenningar Bjarna um að útiloka smærri flokka frá styrkjum sem stærri flokkar fá, er því algjörlega á skjön við það sem tíðkast í okkar heimshluta. Bjarni vill ekki gera eins og 29 lönd ESB/EES gera heldur ganga lengra en eitt þeirra, Eistland, gerir. Pælingar hans í Dagmálsþætti Moggans um daginn voru á svipuðum slóðum. Þar sagði hann að litlir flokkar ættu of auðvelt með að fá þingmenn á Íslandi. Þetta er algjör firra. Hið þveröfuga er rétt. Miðflokkurinn, minnsti þingflokkurinn á Íslandi, hefði náð kjöri í öllum nágrannalöndum okkar sem eru með samfærileg kosningakerfi. Og Sósíalistar, stærsti flokkurinn utan þings, hefði fengið þingmenn í velflestum ríkjum Evrópu. Svo sem: Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Belgíu, Portúgal, Spáni. Ítalíu, Austurríki og Grikklandi. Og mörgum ríkjum öðrum. Króatíu, Slóveníu, Albaníu, Búlgaríu, Serbíu ... ég nenni ekki að telja þetta allt upp. Bjarni er því ekki að leita að betri virkni lýðræðis í takt við hefðir þeirra ríkja þar sem lýðræðið virkar best, heldur er hann að leita leiða til að ýkja völd Sjálfstæðisflokksins umfram fylgi flokksins meðal þjóðarinnar og draga úr áhrifum kjósenda annara flokka. Líklega eru sögulegar ástæður fyrir því að Bjarni talar um þetta núna. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir stórauknum styrkjum til stjórnmálaflokka snemma á öldinni, þegar flokkurinn naut mikils fylgis og fékk langmest af þessum styrkjum. Eftir Hrun minnkuðu styrkir til flokksins í takt við minna fylgi undir formennsku Bjarna. Þetta lék fjárhag flokksins illa. Segja má að hann hafi étið upp allt það eigið fé sem lá í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins sem verktakafyrirtæki reistu til að launa greiðasemi flokksins við stór verktakafyrirtæki og önnur stórfyrirtæki. Nú hefur flokkurinn hins vegar fengið leyfi til að byggja íbúðir á lóðinni við Valhöll og mun líklega fá 1,5 milljarð króna að launum í það minnsta. Bjarni og flokkurinn eru því ekki jafn háðir bótagreiðslum frá ríkinu og áður. Bjarni treystir sér því nú til að hefja umræðu um breytt kerfi. Þess vegna kvartaði Bjarni ekki þegar Íslandshreyfingin, Flokkur heimilanna, Dögun og Flokkur fólksins fengu styrki án þess að vera á þingi. Hann kvartar hins vegar þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af. Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann. Sósíalistar hafa nýtt opinberan stuðning til að styrkja hagsmuna- og réttlætisbaráttu hópa sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda úti öflugri hagsmunabaráttu (Samtök leigjenda svo nýlegt dæmi sé tekið) og til að byggja upp Samstöðina, umræðuvettvang félagshyggju og verkalýðsbaráttu (haustdagskráin er að hefjast, fylgist með). Með þessu vill Sósíalistaflokkurinn nýta styrkina til að efla lýðræði og umræðu, ekki bara til fóðra sjálfan sig. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. Smærri flokkar fá opinbera styrki í takt við atkvæðamagn í kosningum. Öfugt við það sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram í viðtali við Vísi, þar sem hann lýsir íslenska kerfinu sem annarlegu og skrítnu. Víða er framlaginu deilt út þannig að fyrst fá allir jafnt en síðan er úthlutað út frá atkvæðamagni. Þá fá litlir flokkar hlutfallslega meira en stærri. Það er í anda lýðræðis. Í Noregi fá t.d. dagblöð nr. 2 á hverjum markaði og þar undir styrki, en ekki stærstu blöðin (eins og hér er raunin). Einu dæmin innan ESB/EES um að aðeins stjórnmálahreyfingar á þingi fái styrki eru á Spáni (þar sem Sósíalistar hefðu fengi þingmenn fyrir 4,1% atkvæða. Þröskuldur til úthlutunar þingsæta er 3% á Spáni en 5% á Íslandi), Belgíu (þar hefði Sósíalistaflokkurinn líka fengið mann kjörinn, stærsta kjördæmið er með 24 þingmenn og í Belgíu er 5% þröskuldur innan kjördæma. Sósíalistar fengu 5,6% í Reykjavík norður) og Eistlandi (þar sem enginn flokkur fær þingmann né styrk sem ekki nær 5% á landsvísu). Í öllum öðrum löndum, 27 af 30, eru styrkir veittir flokkum eftir atkvæðum en ekki þingmönnum (þingflokkar fá aukalega styrki víða eins og á Íslandi, þar sem þingflokkar fá t.d. 25 aðstoðarmenn og rekstrarkostnað greiddan). Þar sem eru mörk varðandi atkvæðamagn eru þau langt undir 4,1% fylgi Sósíalista. Meira að segja í hálfgerðu alræði Ungverjalands er miðað við 1% og 3% í vaxandi eins-flokksræði Póllands. Hugrenningar Bjarna um að útiloka smærri flokka frá styrkjum sem stærri flokkar fá, er því algjörlega á skjön við það sem tíðkast í okkar heimshluta. Bjarni vill ekki gera eins og 29 lönd ESB/EES gera heldur ganga lengra en eitt þeirra, Eistland, gerir. Pælingar hans í Dagmálsþætti Moggans um daginn voru á svipuðum slóðum. Þar sagði hann að litlir flokkar ættu of auðvelt með að fá þingmenn á Íslandi. Þetta er algjör firra. Hið þveröfuga er rétt. Miðflokkurinn, minnsti þingflokkurinn á Íslandi, hefði náð kjöri í öllum nágrannalöndum okkar sem eru með samfærileg kosningakerfi. Og Sósíalistar, stærsti flokkurinn utan þings, hefði fengið þingmenn í velflestum ríkjum Evrópu. Svo sem: Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Belgíu, Portúgal, Spáni. Ítalíu, Austurríki og Grikklandi. Og mörgum ríkjum öðrum. Króatíu, Slóveníu, Albaníu, Búlgaríu, Serbíu ... ég nenni ekki að telja þetta allt upp. Bjarni er því ekki að leita að betri virkni lýðræðis í takt við hefðir þeirra ríkja þar sem lýðræðið virkar best, heldur er hann að leita leiða til að ýkja völd Sjálfstæðisflokksins umfram fylgi flokksins meðal þjóðarinnar og draga úr áhrifum kjósenda annara flokka. Líklega eru sögulegar ástæður fyrir því að Bjarni talar um þetta núna. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir stórauknum styrkjum til stjórnmálaflokka snemma á öldinni, þegar flokkurinn naut mikils fylgis og fékk langmest af þessum styrkjum. Eftir Hrun minnkuðu styrkir til flokksins í takt við minna fylgi undir formennsku Bjarna. Þetta lék fjárhag flokksins illa. Segja má að hann hafi étið upp allt það eigið fé sem lá í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins sem verktakafyrirtæki reistu til að launa greiðasemi flokksins við stór verktakafyrirtæki og önnur stórfyrirtæki. Nú hefur flokkurinn hins vegar fengið leyfi til að byggja íbúðir á lóðinni við Valhöll og mun líklega fá 1,5 milljarð króna að launum í það minnsta. Bjarni og flokkurinn eru því ekki jafn háðir bótagreiðslum frá ríkinu og áður. Bjarni treystir sér því nú til að hefja umræðu um breytt kerfi. Þess vegna kvartaði Bjarni ekki þegar Íslandshreyfingin, Flokkur heimilanna, Dögun og Flokkur fólksins fengu styrki án þess að vera á þingi. Hann kvartar hins vegar þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af. Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann. Sósíalistar hafa nýtt opinberan stuðning til að styrkja hagsmuna- og réttlætisbaráttu hópa sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda úti öflugri hagsmunabaráttu (Samtök leigjenda svo nýlegt dæmi sé tekið) og til að byggja upp Samstöðina, umræðuvettvang félagshyggju og verkalýðsbaráttu (haustdagskráin er að hefjast, fylgist með). Með þessu vill Sósíalistaflokkurinn nýta styrkina til að efla lýðræði og umræðu, ekki bara til fóðra sjálfan sig. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun