Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 15:32 Þessi mynd var tekin á gönguleiðinni að gosstöðvunum og sjá má greinilega að fólk er misvel búið undir gönguna. Aðsend/Áki Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. Gönguleiðin að eldgosinu í Meradölum er talsvert torfærari en leiðin í Geldingadali, sem farin var að eldgosinu í fyrra. Stórgrýtt er á hluta leiðarinnar í Meradali og ekki þarf mikið til að fólk misstígi sig. Dæmi eru um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka að bílastæðinu vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Ferðamenn hafi bókstaflega gengið af sér skóna. Áki Pétursson, björgunarsveitarmaður, var við gosstöðvarnar í gær og segir mjög algengt að fólk fari illa skóað. Margir hugsi frekar um myndina fyrir Instagram en að gangan gangi vel. „Rosa margir í gær voru bara í sléttum strigaskóm. Það eru líka rosalega margir sem eru að fara í hvítum, glænýjum strigaskóm og punta sig upp til að vera fínir á myndum,“ segir Áki. Hann segist hafa rætt við stúlkuna, sem mynduð er hér að ofan í inniskóm, og hún hafi ákveðið að fara á inniskónum frekar en gönguskóm af því að gönguskórnir væru svo ljótir og pössuðu ekki við fatnaðinn sem hún valdi sér. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16. ágúst 2022 10:28 Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. 16. ágúst 2022 09:57 Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Gönguleiðin að eldgosinu í Meradölum er talsvert torfærari en leiðin í Geldingadali, sem farin var að eldgosinu í fyrra. Stórgrýtt er á hluta leiðarinnar í Meradali og ekki þarf mikið til að fólk misstígi sig. Dæmi eru um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka að bílastæðinu vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Ferðamenn hafi bókstaflega gengið af sér skóna. Áki Pétursson, björgunarsveitarmaður, var við gosstöðvarnar í gær og segir mjög algengt að fólk fari illa skóað. Margir hugsi frekar um myndina fyrir Instagram en að gangan gangi vel. „Rosa margir í gær voru bara í sléttum strigaskóm. Það eru líka rosalega margir sem eru að fara í hvítum, glænýjum strigaskóm og punta sig upp til að vera fínir á myndum,“ segir Áki. Hann segist hafa rætt við stúlkuna, sem mynduð er hér að ofan í inniskóm, og hún hafi ákveðið að fara á inniskónum frekar en gönguskóm af því að gönguskórnir væru svo ljótir og pössuðu ekki við fatnaðinn sem hún valdi sér.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16. ágúst 2022 10:28 Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. 16. ágúst 2022 09:57 Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16. ágúst 2022 10:28
Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. 16. ágúst 2022 09:57
Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. 15. ágúst 2022 21:31