Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 11:34 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Á bak við hann stendur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna. Vísir/vilhelm Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna. Tillögurnar fimm sem Sjálfstæðismenn leggja fram í skóla- og frístundaráði eru til dæmis að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin. Þessar tillögur leggjast vel í Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í borginni. „Það er bara mjög gott að Sjálfstæðismenn leggi fram tillögur til þess að flýta fyrir því að hægt sé að opna leikskólapláss og tryggja mönnun. Og við tökum þessum hugmyndum fagnandi og skoðum þær í samhengi við þær tillögur sem við höfum verið að vinna hörðum höndum að undanfarna daga,“ segir Einar. Og væri þá nokkuð því til fyrirstöðu að koma til dæmis á bakvarðarsveit, eins og Sjálfstæðismenn leggja til? „Nei, ég er bara hlynntur þeirri hugmynd að efla þá vinnu sem snýr að mönnun leikskólanna. Ég veit að það er unnið mjög hörðum höndum að því hjá skóla- og frístundasviði að tryggja mönnun og einhverjar útfærðar hugmyndir um það hvernig er hægt að efla það átak.“ Leikskólamálin verða í brennidepli í ráðhúsinu á morgun; foreldrar barna á leikskólaaldri boða þar áframhaldandi mótmæli, hyggjast mæta með börnin og koma upp svokölluðum „hústökuleikskóla“. Um hádegisbil reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum borgarráðsfundi. Einar segir tillögurnar sumar munu svipa til tillagna Sjálfstæðismanna en annað verði öðruvísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meirihlutinn til að mynda með svipaðar hugmyndir um undanþágu fyrir nýja leikskóla þó að lóðir séu ekki fullfrágengnar. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tillögurnar fimm sem Sjálfstæðismenn leggja fram í skóla- og frístundaráði eru til dæmis að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin. Þessar tillögur leggjast vel í Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í borginni. „Það er bara mjög gott að Sjálfstæðismenn leggi fram tillögur til þess að flýta fyrir því að hægt sé að opna leikskólapláss og tryggja mönnun. Og við tökum þessum hugmyndum fagnandi og skoðum þær í samhengi við þær tillögur sem við höfum verið að vinna hörðum höndum að undanfarna daga,“ segir Einar. Og væri þá nokkuð því til fyrirstöðu að koma til dæmis á bakvarðarsveit, eins og Sjálfstæðismenn leggja til? „Nei, ég er bara hlynntur þeirri hugmynd að efla þá vinnu sem snýr að mönnun leikskólanna. Ég veit að það er unnið mjög hörðum höndum að því hjá skóla- og frístundasviði að tryggja mönnun og einhverjar útfærðar hugmyndir um það hvernig er hægt að efla það átak.“ Leikskólamálin verða í brennidepli í ráðhúsinu á morgun; foreldrar barna á leikskólaaldri boða þar áframhaldandi mótmæli, hyggjast mæta með börnin og koma upp svokölluðum „hústökuleikskóla“. Um hádegisbil reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum borgarráðsfundi. Einar segir tillögurnar sumar munu svipa til tillagna Sjálfstæðismanna en annað verði öðruvísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meirihlutinn til að mynda með svipaðar hugmyndir um undanþágu fyrir nýja leikskóla þó að lóðir séu ekki fullfrágengnar.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira