Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. ágúst 2022 18:37 Hannes Steindórsson fasteignasali opnar sig til þess að koma í veg fyrir að ósannindi komist í dreifingu. Aðsend Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. Í pistlinum segir Hannes frá baráttu sinni við alkóhólisma og ógöngum sem hann lenti í á veitingastað í Svíþjóð. „Rétt skal vera rétt, undirritaður sat einn inná veitingastað í svíþjóð að svara tölvupóstum og símtölum, á næsta borði setjast tveir herramenn og eru að drekka. Á einhvern óskiljanlegan hátt þigg ég boð um að drekka með þeim, það endar ekki betur en svo að ég lendi í áflogum við þessa menn og við erum beðnir um að yfirgefa veitingastaðinn, stuttu seinna kemur lögreglan og fylgir okkur út af staðnum, Fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir gisti fangageymslu þá nótt,“ segir Steindór í pistli sínum. Í kjölfarið hafi hann flogið heim til Íslands og hafi tekið ábyrgð á atburðum kvöldsins sem um ræðir. „Eftir það fór ég beint á þann stað þar sem ég á heima, 12 spora samtök sem gera mig að betri manni, betri föður, betri syni,“ skrifar Hannes. Í samtali við fréttastofu segi Hannes að það sé ekki honum líkt að birta efni sem þetta á Facebook síðu sinni en hann hafi neyðst til þess að gera það. „Ef þú skoðar Facebook-ið mitt tíu ár aftur í tímann, það er ekkert svona á mínu Facebook-i en ég kæri mig bara ekki um að fjölmiðlar hóti manni með einhverri vitleysu þannig ég ákvað bara þrátt fyrir að það hafi verið erfitt, að segja frá þessu,“ segir Hannes. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt fyrir hann að birta pistilinn svarar hann því játandi. „Það var það klárlega en það var betra heldur en að það væri birt einhver þvæla,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að honum finnst málið „ekki neitt merkilegt.“ Hannes tekur fram í pistlinum að hann segi frá þessu sjálfur, „þar sem ég sætti mig ekki við hótanir fjölmiðla.“ Pistilinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Kópavogur Íslendingar erlendis Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Í pistlinum segir Hannes frá baráttu sinni við alkóhólisma og ógöngum sem hann lenti í á veitingastað í Svíþjóð. „Rétt skal vera rétt, undirritaður sat einn inná veitingastað í svíþjóð að svara tölvupóstum og símtölum, á næsta borði setjast tveir herramenn og eru að drekka. Á einhvern óskiljanlegan hátt þigg ég boð um að drekka með þeim, það endar ekki betur en svo að ég lendi í áflogum við þessa menn og við erum beðnir um að yfirgefa veitingastaðinn, stuttu seinna kemur lögreglan og fylgir okkur út af staðnum, Fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir gisti fangageymslu þá nótt,“ segir Steindór í pistli sínum. Í kjölfarið hafi hann flogið heim til Íslands og hafi tekið ábyrgð á atburðum kvöldsins sem um ræðir. „Eftir það fór ég beint á þann stað þar sem ég á heima, 12 spora samtök sem gera mig að betri manni, betri föður, betri syni,“ skrifar Hannes. Í samtali við fréttastofu segi Hannes að það sé ekki honum líkt að birta efni sem þetta á Facebook síðu sinni en hann hafi neyðst til þess að gera það. „Ef þú skoðar Facebook-ið mitt tíu ár aftur í tímann, það er ekkert svona á mínu Facebook-i en ég kæri mig bara ekki um að fjölmiðlar hóti manni með einhverri vitleysu þannig ég ákvað bara þrátt fyrir að það hafi verið erfitt, að segja frá þessu,“ segir Hannes. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt fyrir hann að birta pistilinn svarar hann því játandi. „Það var það klárlega en það var betra heldur en að það væri birt einhver þvæla,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að honum finnst málið „ekki neitt merkilegt.“ Hannes tekur fram í pistlinum að hann segi frá þessu sjálfur, „þar sem ég sætti mig ekki við hótanir fjölmiðla.“ Pistilinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Kópavogur Íslendingar erlendis Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira