Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. ágúst 2022 18:37 Hannes Steindórsson fasteignasali opnar sig til þess að koma í veg fyrir að ósannindi komist í dreifingu. Aðsend Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. Í pistlinum segir Hannes frá baráttu sinni við alkóhólisma og ógöngum sem hann lenti í á veitingastað í Svíþjóð. „Rétt skal vera rétt, undirritaður sat einn inná veitingastað í svíþjóð að svara tölvupóstum og símtölum, á næsta borði setjast tveir herramenn og eru að drekka. Á einhvern óskiljanlegan hátt þigg ég boð um að drekka með þeim, það endar ekki betur en svo að ég lendi í áflogum við þessa menn og við erum beðnir um að yfirgefa veitingastaðinn, stuttu seinna kemur lögreglan og fylgir okkur út af staðnum, Fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir gisti fangageymslu þá nótt,“ segir Steindór í pistli sínum. Í kjölfarið hafi hann flogið heim til Íslands og hafi tekið ábyrgð á atburðum kvöldsins sem um ræðir. „Eftir það fór ég beint á þann stað þar sem ég á heima, 12 spora samtök sem gera mig að betri manni, betri föður, betri syni,“ skrifar Hannes. Í samtali við fréttastofu segi Hannes að það sé ekki honum líkt að birta efni sem þetta á Facebook síðu sinni en hann hafi neyðst til þess að gera það. „Ef þú skoðar Facebook-ið mitt tíu ár aftur í tímann, það er ekkert svona á mínu Facebook-i en ég kæri mig bara ekki um að fjölmiðlar hóti manni með einhverri vitleysu þannig ég ákvað bara þrátt fyrir að það hafi verið erfitt, að segja frá þessu,“ segir Hannes. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt fyrir hann að birta pistilinn svarar hann því játandi. „Það var það klárlega en það var betra heldur en að það væri birt einhver þvæla,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að honum finnst málið „ekki neitt merkilegt.“ Hannes tekur fram í pistlinum að hann segi frá þessu sjálfur, „þar sem ég sætti mig ekki við hótanir fjölmiðla.“ Pistilinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Kópavogur Íslendingar erlendis Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Sjá meira
Í pistlinum segir Hannes frá baráttu sinni við alkóhólisma og ógöngum sem hann lenti í á veitingastað í Svíþjóð. „Rétt skal vera rétt, undirritaður sat einn inná veitingastað í svíþjóð að svara tölvupóstum og símtölum, á næsta borði setjast tveir herramenn og eru að drekka. Á einhvern óskiljanlegan hátt þigg ég boð um að drekka með þeim, það endar ekki betur en svo að ég lendi í áflogum við þessa menn og við erum beðnir um að yfirgefa veitingastaðinn, stuttu seinna kemur lögreglan og fylgir okkur út af staðnum, Fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir gisti fangageymslu þá nótt,“ segir Steindór í pistli sínum. Í kjölfarið hafi hann flogið heim til Íslands og hafi tekið ábyrgð á atburðum kvöldsins sem um ræðir. „Eftir það fór ég beint á þann stað þar sem ég á heima, 12 spora samtök sem gera mig að betri manni, betri föður, betri syni,“ skrifar Hannes. Í samtali við fréttastofu segi Hannes að það sé ekki honum líkt að birta efni sem þetta á Facebook síðu sinni en hann hafi neyðst til þess að gera það. „Ef þú skoðar Facebook-ið mitt tíu ár aftur í tímann, það er ekkert svona á mínu Facebook-i en ég kæri mig bara ekki um að fjölmiðlar hóti manni með einhverri vitleysu þannig ég ákvað bara þrátt fyrir að það hafi verið erfitt, að segja frá þessu,“ segir Hannes. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt fyrir hann að birta pistilinn svarar hann því játandi. „Það var það klárlega en það var betra heldur en að það væri birt einhver þvæla,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að honum finnst málið „ekki neitt merkilegt.“ Hannes tekur fram í pistlinum að hann segi frá þessu sjálfur, „þar sem ég sætti mig ekki við hótanir fjölmiðla.“ Pistilinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Kópavogur Íslendingar erlendis Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Sjá meira