Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 21:47 Leikskólalóðin er ekki tilbúin, eins og sjá má á þessari mynd. Öskjuhlíðin þarf að duga í bili. Stöð 2 Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. Þetta er á meðal þeirra bráðaaðgerða sem meirihlutinn í Reykjavíkurborg kynnti í dag, til að bregðast við við þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni, eins og fjallað var um á Vísi í dag. Reiknað er með að Ævintýraborg geti tekið við hundrað nemendum og að leikskólinn verði opnaður að hluta í september. Moldarflag og malarhrúgur Eins og sjá mátti glögglega í kvöldfréttum Stöðvar 2 er leikskólinn hins vegar ekki tilbúinn. Búið er að koma leikskólahúsnæðinu fyrir en ýmis vinna er þó eftir innandyra áður en hægt er að sinna leikskólanemendum þar inni. Svona var staðan í vikunni.Vísir/Egill Hvað varðar leikskólalóðina, sem á að þjóna sem útivistarsvæði fyrir leikskólann, þá er hún „alls ekki frágengin,“ eins og Kristín Ólafsdóttir, fréttakona okkar, komst að orði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Hér eru bara malarhrúgur, moldarflag og nokkur þungavinnutæki. Ekki sérlega barnvænt,“ sagði Kristín en sjá má heimsókn hennar í Ævintýraborg í myndbandinu hér að neðan. Til þess að opna megi leikskólann sem fyrst ráðgerir meirihlutinn að leggja allt púður í að klára húsnæðið sem fyrst. Ekki verði farið í vinnu á útisvæðinu fyrr en að búið er að klára húsnæðið. Í millitíðinni þurfa nemendur skólans að láta sér Öskjuhlíðina nægja sem útivistarsvæði, samkvæmt tillögum meirihlutans. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra bráðaaðgerða sem meirihlutinn í Reykjavíkurborg kynnti í dag, til að bregðast við við þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni, eins og fjallað var um á Vísi í dag. Reiknað er með að Ævintýraborg geti tekið við hundrað nemendum og að leikskólinn verði opnaður að hluta í september. Moldarflag og malarhrúgur Eins og sjá mátti glögglega í kvöldfréttum Stöðvar 2 er leikskólinn hins vegar ekki tilbúinn. Búið er að koma leikskólahúsnæðinu fyrir en ýmis vinna er þó eftir innandyra áður en hægt er að sinna leikskólanemendum þar inni. Svona var staðan í vikunni.Vísir/Egill Hvað varðar leikskólalóðina, sem á að þjóna sem útivistarsvæði fyrir leikskólann, þá er hún „alls ekki frágengin,“ eins og Kristín Ólafsdóttir, fréttakona okkar, komst að orði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Hér eru bara malarhrúgur, moldarflag og nokkur þungavinnutæki. Ekki sérlega barnvænt,“ sagði Kristín en sjá má heimsókn hennar í Ævintýraborg í myndbandinu hér að neðan. Til þess að opna megi leikskólann sem fyrst ráðgerir meirihlutinn að leggja allt púður í að klára húsnæðið sem fyrst. Ekki verði farið í vinnu á útisvæðinu fyrr en að búið er að klára húsnæðið. Í millitíðinni þurfa nemendur skólans að láta sér Öskjuhlíðina nægja sem útivistarsvæði, samkvæmt tillögum meirihlutans.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58
Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42