Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 07:01 Cristian Romero og Marc Cucurella eru líklega ekki bestu vinir eftir leik Tottenham og Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022 Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira