Ingvar Gíslason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 07:28 Ingvar Gíslason sat á þingi frá 1961 til 1987 og gegndi embætti menntamálaráðherra á árunum 1980 til 1983. Alþingi Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er látinn, 96 ára að aldri. Greint er frá andláti Ingvars í Morgunblaðinu í morgun. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesinu á miðvikudaginn. Ingvar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1961. Hann var þingmaður Norðurlands eystra og sat á þingi allt til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 en þá tók hann við embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ingvar lét svo af embætti menntamálaráðherra árið 1983. Ingvar gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Á vef Alþingis kemur fram að Ingvar hafi fæðst í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926 – sonur hjónanna Gísla Hjálmarssonar Kristjánssonar útgerðarmanns og Fannýjar Kristínar Ingvarsdóttur húsmóður. Ingvar útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og stundaði svo nám í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands og svo sagnfræði við Háskólann í Leeds áður en hann tók lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1956. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem blaðamaður, í fjármálaráðuneytinu, kennari, og dómarafulltúi. Kona Ingvars var Ólöf Auður Erlingsdóttir sem lést árið 2005. Þau eignuðust fimm börn, þau Fannýju, Erling Pál, Gísla, Sigríði og Auði Ingu. Andlát Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Greint er frá andláti Ingvars í Morgunblaðinu í morgun. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesinu á miðvikudaginn. Ingvar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1961. Hann var þingmaður Norðurlands eystra og sat á þingi allt til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 en þá tók hann við embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ingvar lét svo af embætti menntamálaráðherra árið 1983. Ingvar gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Á vef Alþingis kemur fram að Ingvar hafi fæðst í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926 – sonur hjónanna Gísla Hjálmarssonar Kristjánssonar útgerðarmanns og Fannýjar Kristínar Ingvarsdóttur húsmóður. Ingvar útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og stundaði svo nám í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands og svo sagnfræði við Háskólann í Leeds áður en hann tók lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1956. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem blaðamaður, í fjármálaráðuneytinu, kennari, og dómarafulltúi. Kona Ingvars var Ólöf Auður Erlingsdóttir sem lést árið 2005. Þau eignuðust fimm börn, þau Fannýju, Erling Pál, Gísla, Sigríði og Auði Ingu.
Andlát Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira