Erlendir fjölmiðlar skrifa mikið um möguleg kaup Manchester United á þessum öfluga miðjumanni sem gæti gert mikið fyrir miðju liðsins sem væri þá mögulega skipuð af Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen sem hljómar alls ekki illa.
Hinn þrítugi Casemiro hefur átt frábæran tíma há Real Madrid og meðal annars unnið fimm Meistaradeildartitla með félaginu.
Hann ræddi við Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, sem vill halda honum hjá spænska félaginu. Þetta er hins vegar spurning fyrir Casemiro að ná einum risasamning í viðbót á ferlinum.
Fabrizio Romano er að vanda með puttann á púlsinum og hann segir að næstu klukkutímar munu skipta miklu máli.
More on Casemiro. Key hours ahead to get the deal done, Manchester Utd convinced it s matter of time - could take 24/48h to undergo medical not booked yet, sort visa, sign four year deal. #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2022
this is why Casemiro s presence vs Liverpool is still considered unlikely . pic.twitter.com/JnHdZ6Jid5
Forráðamenn Manchester United halda að þetta sé bara tímaspursmál og það tæki bara 24 til 48 klukkutíma að skipuleggja og klára læknisskoðun, ganga frá vegabréfsáritun og undirrita fjögurra ára samning.
Það er samt talið ólíklegt að Manchester United nái að klára Casemiro fyrir Liverpool leikinn sem er á mánudagskvöldið.
Það er hins vegar von á formlegu tilboði í dag samkvæmt heimildum Romano. Real Madrid er tilbúið að selja leikmanninn fyrir sextíu milljónir evra.
Manchester United will send official bid for Casemiro tonight in order to close the deal on Friday. 60m fee, 10m add-ons - so Real Madrid are expected to accept in the next hours. #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2022
Man Utd offering contract valid until June 2026 plus option for further season. pic.twitter.com/E6kKvKK1Q3