Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 13:08 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið á enn góða möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Stelpurnar okkar eru öruggar með sæti í umspili en þurfa að vinna Hvíta-Rússland og hagstæð úrslit á móti Hollandi á útivelli til að tryggja sér sigur í riðlinum og beint sæti á HM 2023. Holland er með tveggja stiga forystu á Ísland en hefur leikið leik meira og á bara eftir innbyrðis leikinn við Ísland. Íslensku stelpurnar komast því á toppinn með sigri á Hvíta-Rússlandi og myndi þá nægja jafntefli í lokaleiknum í Hollandi. Þetta er fyrsta verkefni íslenska landsliðsins frá Evrópumótinu í Englandi þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. Hallbera Guðný Gísladóttir setti fótboltaskóna upp á hilluna eftir Evrópumótið og er því skiljanlega ekki í hópnum nú. Þorsteinn gerir þrjár aðrar breytingar á EM-hópnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ekki í hópnum. Það er mikið áfall fyrir liðið enda var þessi unga knattspyrnukona að spila frábærlega á EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma báðar inn í hópinn með mikil umræða var um það hvort að þær hefðu átt að fara með á EM eftir góða frammistöðu í sumar. Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru meiddar og í stað þeirra eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir í hópnum sem báðar komu inn í hann á miðju EM. Hópur A kvenna sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Ísland mætir Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi í Utrecht 6. september. Our squad for the @FIFAWWC qualifiers against Belarus and the Netherlands.#alltundir #dottir pic.twitter.com/UzdjESr46f— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 19, 2022 Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
Hópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R. Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira