Karólína í raun verið meidd í heilt ár Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 13:45 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af afar mikilvægum leikjum í undankeppni HM eftir að hafa blómstrað á EM í Englandi í júlí. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn Halldórsson sagði frá meiðslum Karólínu á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo, sem eru þeir síðustu í undankeppni HM. Sigur gegn Hvíta-Rússlandi og jafntefli gegn Hollandi myndi duga Íslandi til að komast í lokakeppnina, en því þarf Ísland nú að ná án Karólínu. „Karólína er meidd og er núna að fara í endurhæfingu og að vinna í sínum meiðslum,“ sagði Þorsteinn en Karólína mun sinna sinni endurhæfingu í Þýskalandi hjá félagi sínu Bayern München. Þrátt fyrir að Karólína hafi farið á kostum á EM hefur hún lengi glímt við meiðslin, sem eru aftan í læri. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga hana í eitt ár raunverulega. Það hefur ekki tekist að vinna með þetta með því að láta hana spila og æfa áfram, og það var tekin ákvörðun í síðustu viku um að það þyrfti að gera þetta ítarlegar og stoppa að hún spili fótbolta á meðan. Þetta er nokkuð sem Bayern og Karólína töldu að þyrfti að gera,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hve lengi Karólína yrði frá keppni sagði Þorsteinn að unnið væri eftir sex vikna áætlun og að staðan yrði svo metin að nýju að þeim tíma loknum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. 19. ágúst 2022 13:08 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson sagði frá meiðslum Karólínu á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo, sem eru þeir síðustu í undankeppni HM. Sigur gegn Hvíta-Rússlandi og jafntefli gegn Hollandi myndi duga Íslandi til að komast í lokakeppnina, en því þarf Ísland nú að ná án Karólínu. „Karólína er meidd og er núna að fara í endurhæfingu og að vinna í sínum meiðslum,“ sagði Þorsteinn en Karólína mun sinna sinni endurhæfingu í Þýskalandi hjá félagi sínu Bayern München. Þrátt fyrir að Karólína hafi farið á kostum á EM hefur hún lengi glímt við meiðslin, sem eru aftan í læri. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga hana í eitt ár raunverulega. Það hefur ekki tekist að vinna með þetta með því að láta hana spila og æfa áfram, og það var tekin ákvörðun í síðustu viku um að það þyrfti að gera þetta ítarlegar og stoppa að hún spili fótbolta á meðan. Þetta er nokkuð sem Bayern og Karólína töldu að þyrfti að gera,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hve lengi Karólína yrði frá keppni sagði Þorsteinn að unnið væri eftir sex vikna áætlun og að staðan yrði svo metin að nýju að þeim tíma loknum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. 19. ágúst 2022 13:08 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. 19. ágúst 2022 13:08