Berum virðingu, vöndum okkur Gestur Þór Kristjánsson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Erla Sif Markúsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir skrifa 19. ágúst 2022 14:32 Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun